Breytingar á rekstri okkar

Breytingar á rekstri okkar

Við hyggjum á flutning vissra trygginga frá Aviva Life & Pensions UK Limited til Friends First Life Assurance Company Designated Activity Company (dac) sem er hluti af Aviva Group og er staðsett á Írlandi.

Flutningsferlið fyrir tryggingafyrirtæki á Bretlandi fellur undir Kafla VII af Lögum um fjármagnsþjónustu og -markaði 2000. Sem segir að dómstóll verði að samþykkja flutninginn. Ef dómstóllinn í London samþykkir tillögu okkar, verða tryggingarnar fluttar til Friends First Life Assurance Company dac væntanlega þann 29. mars 2019.

Við munum einnig breyta nafni Friends First Life Assurance Company dac yfir í Aviva Life and Pensions Ireland dac þann 29. mars 2019 eða þar um bil, og breyta heimilisfangi skráðrar skrifstofu okkar í One Park Place, Hatch Street, Dublin 2, Írlandi.

Kynntu þér allar upplýsingar sem við höfum sent þér og finna má á vefsíðunni svo þú áttir þig á aðgerðum okkar og hvað þær þýða fyrir þig og trygginguna þína.

Ef þú hefur frekari spurningar eða telur þig verða fyrir neikvæðum áhrifum af fyrirhuguðum flutningum eftir lesturinn getur þú haft samband við okkur eða hringt í okkur í + 44 (0) 1722 326785. Símtöl eru gjaldfærð sem almenn símtöl ef þú hringir frá Bretlandi, en sem utanlandssímtöl ef þú hringir frá öðrum löndum. Gjaldið er mismunandi eftir því hvert farsímafyrirtæki þitt er. Fyrir verndun okkar og þína gætum við tekið upp og/eða vaktað símtöl.

Við getum aðeins svarað spurningum um yfirfærslutillögurnar í þessu númeri. Fyrir hverskonar spurningar um tryggingu þína skaltu hringja í venjulega númerið þitt.

 

Það sem við flytjum

Við fyrirhugum flutning eftirfarandi gerða trygginga:

 • Allar tryggingar útgefnar af Aviva Life & Pensions UK Limited frá útibúum þess í Írlandi, Frakklandi og Belgíu; og
 • Vissar aðrar tryggingar útgefnar af Aviva Life & Pensions UK Limited sem voru markaðssettar til tryggingataka utan Bretlands.

Það hvernig tryggingin þín virkar mun ekki breytast

Ef dómstóllinn samþykkir tillögur okkar verður Friends First Life Assurance Company dac (sem verður endurnefnt Aviva Life & Pensions Ireland dac) tryggingafélag þitt frá 29. mars 2019.

Burtséð frá því að breyta því hvert tryggingafélag þitt er, verða engar breytingar á því hvernig trygging þín virkar í kjölfar flutningsins.

Þessi flutningur mun sérstaklega ekki hafa nein áhrif á:

 • Hvernig við fjárfestum sjóðinn sem liggur að baki tryggingunni;
 • Greiðslur sem þú innir af hendi eða færð samkvæmt skilmálum tryggingarinnar;
 • Hvernig þú setur þig í samband við okkur; eða
 • Venjulegt þjónustustig sem þú færð.

Flutningurinn mun hins vegar þýða að tryggingin þín fellur ekki lengur undir vernd Financial Services Compensation Scheme (FSCS). Breytingar geta ennfremur orðið á því hvernig hægt er að leggja kvartanir fram fyrir umboðsmann. Frekari upplýsingar finnurðu hér.

Verklag sem er hannað til að vernda hagsmuni þína

Til að passa að þú sért tryggð(ur) verðum við að fylgja föstu ferli áður en flutningurinn fer fram. Það felur í sér:

 • Að gefa þér (sem tryggingataka) tilkynningu um flutninginn;
 • Að gera þig meðvitaða(n) um að þú getur mótmælt flutningnum og andmælt fyrir dómnum ef þú telur að þú munir verða fyrir neikvæðum áhrifum af flutningnum;
 • Ítarlega endurskoðun óháðs sérfræðings;
 • Að hafa samráð við eftirlitsaðila okkar í Bretlandi; og
 • Samþykki dómstóls í London.

Frekari upplýsingar um flutningsferlið og hvernig tillögurnar gætu haft áhrif á þig

Lestu skýrslu óháða sérfræðingsins, áætlunarskjölin og önnur dómskjöl.

Hver er tímalína yfirfærslnanna?

Fyrirtaka fyrir loka samþykkt dómsins verður væntanlega þann 13. febrúar 2019 hjá The Business and Property Court í Rolls Building, 7 Rolls Buildings, Fetter Lane, London EC4A 1NL. Við munum uppfæra þessa vefsíðu ef dagsetningin breytist.

Ef tillögurnar eru samþykktar gerum við ráð fyrir því að yfirfærslan eigi sér stað hinn 29. mars 2019 .

Þú átt rétt á að sækja þinghaldið og koma við andmælunum persónulega eða í gegnum lagalegan fulltrúa. Þú getur einnig andmælt á netinu eða sent andmæli þín í pósti. Kynntu þér hvernig á að andmæla.

Við erum með kafla með spurningum og svörum með frekari upplýsingum. Hafir þú frekari spurningar getur þú sent okkur spurningar þínar eða þú getur hringt í okkur í + 44 (0) 1722 326785. Línurnar eru opnar mánudaga til föstudaga 09:00 – 17:00. Símtöl eru gjaldfærð sem almenn símtöl ef þú hringir frá Bretlandi, en sem utanlandssímtöl ef þú hringir frá útlöndum. Gjaldið er mismunandi eftir því hvert farsímafyrirtæki þitt er. Fyrir verndun okkar og þína gætum við tekið upp og/eða vaktað símtöl. Við getum aðeins svarað spurningum um yfirfærslutillögurnar í þessu númeri. Fyrir hverskonar spurningar um tryggingu þína skaltu hringja í venjulega númerið þitt.

Sendu okkur netfangið þitt og við látum þig vita þegar upplýsingarnar á þessari síðu eru uppfærðar.

Villa í vefþjóni

Takk fyrir. Beiðni þín hefur verið móttekin.

Vinsamlegast virkjaðu JavaScript.