Breytingar á rekstri okkar

Yfirfærsla á rekstri

29. mars 2019, fluttum við eftirfarandi gerðir af tryggingum frá Aviva Life & Pensions UK Limited til Aviva Life & Pensions Ireland dac: 

 • allar tryggingar sem voru gefnar út af og/eða rekstur á vegum Aviva Life & Pensions UK Limited í útibúum þess á Írlandi, í Frakklandi og Belgíu; og
 • tilteknar aðrar tryggingar sem voru gefnar út og/eða rekstur sem stundaður var á grundvelli þjónustufrelsis í Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi, Írlandi og Svíþjóð.

Aviva Life & Pensions Ireland dac hét áður Friends First Life Assurance Company dac.

Hvaða þýðingu hefur yfirfærslan fyrir þig?

Aviva Life & Pensions Ireland dac er nú tryggingaveitandinn þinn.

Yfirfærslan hefur engin áhrif á:

 • hvernig við fjárfestum í sjóðunum sem fjármagna tryggingarnar þínar;
 • greiðslur sem þú innir af hendi eða færð samkvæmt skilmálum tryggingarinnar;
 • hvernig þú setur þig í samband við okkur; eða
 • það þjónustustig sem þú færð.

Finna má frekari upplýsingar um hvað býr að baki þessari yfirfærslu í hlutanum spurningar og svör

 

Verklag sem er hannað til að vernda hagsmuni þína

Til að tryggja að staðinn væri vörður um hagsmuni tryggingataka og að ekki myndi halla á þá með ósanngjörnum hætti fylgdum við ákveðnu verklagi. Það fólst meðal annars í:

 • að gefa tryggingartökum fyrirvara um yfirfærslurnar;
 • að gera tryggingartökum sem þær höfðu áhrif á kunnugt um að þeir hefðu tækifæri til að mótmæla og leggja andmæli sín beint fyrir dómstólinn ef þeir teldu að yfirfærslan hefði neikvæð áhrif á þá;
 • ítarlegri úttekt óháðs sérfræðings;
 • að ráðfæra okkur við eftirlitsaðila okkar í Bretlandi og fjármálaeftirlitið á Írlandi; og
 • að fá samþykki dómstóls í Lundúnum. 

Tillaga okkar var samþykkt af dómstólnum 20. febrúar 2019. 

Finna má afrit af skýrslum óháða sérfræðingsins, skjölum áætlunarinnar og öðrum málsskjölum í skjalasafninu okkar.