Kökustefna

Þessi stefna á við um notkun okkar á „kökum“ í tengslum við þessa vefsíðu og verkvangi okkar á netinu MyAviva („vefsíðurnar“).

Verndun viðskiptavina okkar er kjarni alls sem við gerum hjá Aviva og verndun upplýsinga okkar er engin undantekning. Við notum kökur á vefsíðum okkar til að gera heimsóknir þínar skilvirkari þannig að við viljum útskýra fyrir þér hvernig við notum þær. Með því að halda áfram að skoða vefsíður okkar án þess að stilla vafrann þannig að hann loki á kökur (fyrir upplýsingar um hvernig það er gert skaltu skoða hér að neðan samþykkja eða loka á kökur), samþykkir þú notkun okkar á kökum.

Hvað eru kökur?

Kökur eru litlar textaskrár sem innihalda smá upplýsingar sem er hlaðið niður á tölvuna þína eða snjalltækið þegar þú heimsækir vefsíðu. Þegar þú heimsækir vefsíðuna aftur, eða heimsækir aðra vefsíðu sem þekkir kökuna, getur tækið þitt haft samskipti við vefsíðuna og vefsíðan getur lesið upplýsingar sem geymdar eru í kökunni.

Við notum kökur til að hjálpa þér að skoða vefsíður okkar á skilvirkan hátt og til að spara þér tíma með því að þurfa ekki að setja inn upplýsingar þínar aftur í hvert skipti sem þú heimsækir síðurnar. Kökur gera okkur kleift að gefa þér upplýsingar og sýna þér efni sem er viðeigandi fyrir þig. Við notum líka kökur til að greina hvernig viðskiptavinir okkar eiga samskipti við vefsíður okkar þannig að við getum bætt upplifun viðskiptavina okkar.

Hvernig notum við kökur

Við notum fjórar gerðir af kökum á vefsíðu okkar, byggt á Kökuleiðarvísi Alþjóðlega verslunarráði Bretlands (PDF 315KB)

Sumar þessara eru „lotukökur“ sem eru aðeins til staðar á meðan þú ert á vefsíðunni og er eytt við lok vafralotu þinnar. Aðrar eru „sívirkar kökur“ sem eru áfram á tæki þínu í visst tímabil eftir að þú ert farin(n) af vefsíðunni. Kökur geta líka verið settar inn af samþykktum viðskiptafélögum okkar sem kallast „þriðju aðila kökur“.

Aðeins nauðsynlegar kökur

Aðeins nauðsynlegar kökur eru nauðsynlegar fyrir rekstur vefsíðunnar.

Þessar kökur eru nauðsynlegar til að gera þér kleift að fara um vefsíðuna og nota eiginleika hennar, eins og að fá aðgang að öruggum svæðum vefsíðunnar.

Án Aðeins nauðsynlegra kakna myndu vefsíður okkar og bakvinnsluþjónusta ekki unnið. Ef þú fjarlægir eða óvirkjar þessar kökur getum við ekki tryggt að þú getir notað vefsíðu okkar.

Notkun okkar á aðeins nauðsynlegum kökum er m.a.:

 • Bera kennsl á þig sem innskráðan inn á örugga hluta vefsíðu okkar á meðan á heimsókn þinni stendur;
 • Muna upplýsingar sem þú hefur áður sett inn til að fylla út eyðublað (t.d. endurheimt tilboðs) þegar þú ferð í gegnum vefsíðuna. Upplýsingar þínar eru geymdar á öruggum miðlurum okkar og kakan inniheldur aðeins einkvæmt tilvísunarnúmer sem tengir þig við geymdar upplýsingar þínar þegar þú skráir þig inn á vefsíðuna.

Við notum ekki aðeins nauðsynlegar kökur til að:

 • Safna upplýsingum um þig í markaðstilgangi; eða
 • Rekja netvirkni þína á öðrum vefsíðum.

Dæmi um aðeins nauðsynlegar kökur sem notaðar eru á vefsíðum okkar:

Nafn köku                            Virkni

ASP.NET_SessionId              Lotuauðkenni

aviva_uk_sessionid              Lotuauðkenni

Frammistöðukökur

Frammistöðukökur safna upplýsingum um hvernig gestir þínir nota vefsíður okkar. Þær leyfa okkur að þekkja og telja fjölda gesta og sjá hversu margir gestir fara um vefsíðu okkar.

Frammistöðukökur hjálpa okkur að bæta hvernig vefsíður okkar virka (t.d. með því að tryggja að notendur finni það sem þeir eru að leita að á auðveldan hátt) og að þekkja hvenær villuskilaboð eru móttekin. Frammistöðukökur safna ekki neinum persónugreinanlegum upplýsingum.

Upplýsingar sem þessar kökur safna eru annað hvort nafnlausar eða með gerviauðkenni.

Notkun okkar á frammistöðukökum er m.a.:

 • Að greina hvernig gestir nota vefsíðu okkar;
 • Að skrásetja allar villur sem koma upp;
 • Að prófa mismunandi hönnun á vefsíðu okkar; og
 • Að mæla skilvirkni auglýsinga okkar.

Við notum ekki frammistöðukökur til að safna persónuupplýsingum.

Þriðju aðilar sjá um sumar frammistöðukökur, í þeim tilgangi sem lýst er að ofan. Fyrir frekari upplýsingar sjá Helstu þriðju aðila þjónustuveitendur.

 • Þú getur hafnað frammistöðukökum með því að stilla vefvafrann á að hafna / loka á sumar eða allar kökur. Þú getur ef til vill lokað á sérstakar frammistöðukökur frá þriðja aðila með því að nota verkfæri eða kjörstillingar á vefsíðu þess þriðja aðila (sjá frekari upplýsingar Helstu þriðju aðila þjónustuveitendur).

Nafn köku                Virkni

s_vi                            Stafræn greining

Mbox                         Hámörkun og prófun

s_fid                           Greining á gagnvirkni viðskiptavina

Virknikökur

Virknikökur eru notaðar til að veita þjónustu (s.s. myndbönd) eða til að muna val þitt þannig að við getum sérsniðið efni fyrir þig (til dæmis með því að muna notandanafn þitt, val á tungumáli eða svæði).

Notkun okkar á virknikökum er m.a.:

 • Að muna kjörstillingar þínar til að sérsníða upplifun þína á vefsíðu okkar; eða
 • Að gefa þér rauntíma spjallvirkni á vefsíðum okkar.

Við notum ekki virknikökur til að senda þér auglýsingar á vefsíðum okkar.

Hægt er að loka á þessar kökur með stillingum í vafra, en þetta gæti þýtt að við getum ekki boðið þér upp á vissa þjónustu og gæti komið í veg fyrir að við munum að þú hafir valið að fá ekki vissa þjónustu.

Dæmi um virknikökur sem notaðar eru á vefsíðum okkar eru:

Nafn köku                        Virkni

cookie_decision               Að muna hvort að sýna eigi kökuborðaskilaboð

LivePersonID                    Rauntímaspjall

Miðunarkökur

Miðunarkökur skrásetja heimsókn þína á vefsíðu okkar, þ.m.t. hvaða vefsíður þú hefur heimsótt og hvaða hlekki þú hefur smellt á. Við notum þessar upplýsingar til að gefa vefsíðu okkar og auglýsingar viðeigandi áhugamálum þínum og gefum þriðju aðilum þessar upplýsingar.

Þessar upplýsingar gætu verið notaðar til að virkja bein samskipti við þig, til dæmis, til að senda þér sjálfvirka tölvupósta sem eru sérsniðnir að áhugamálum þínum, nema þú hafir valið að afþakka markaðsefni frá okkur.

Við gætum líka notað upplýsingar frá miðunarkökum til að virkja þjónustusamskipti.

Viðurkenndir viðskiptavélagar okkar gætu líka sett inn miðunarkökur. Miðunarkökur eru almenn tengdar þjónustu sem þessir þriðju aðilar veita, t.d. „like“ hnappar.

Þú getur valið hvort miðunarkökur eru notaðar eða ekki, hinsvegar, ef þú lokar á þær, getum við ef til vill ekki boðið þér upp á vissa virkni..

Notkun okkar á miðunarkökum er m.a.:

 • Afhending efnis og markaðssamskipta sérsniðin að áhugamálum þínum byggt upplýsingum frá heimsókn þinni á vefsíður okkar
 • Að gefa auglýsingastofum upplýsingar um heimsóknir þínar þannig að þær geti sýnt þér viðeigandi auglýsingar á netinu; og
 • Að gefa samfélagsmiðlum eins og Twitter eða Facebook upplýsingar um heimsókn þína á vefsíður okkar.

 Dæmi um miðunarkökur sem notaðar eru á vefsíðum okkar eru:

Nafn köku                    Virkni

IDE                                 Endurmiðun

Datr                                Endurmiðun

Samþykkja eða loka á kökur

Hægt er að loka á hverskonar kökur með því að virkja stillingu á vafranum þínum sem gerir þér kleift að hafna stillingum sumra eða allra kakna. Hinsvegar, ef þú lokar á allar kökur (einnig aðeins nauðsynlegar kökur) getur verið að þú hafir ekki aðgang að öllum eða hluta af vefsíðum okkar. Þú getur einnig notað stillingar í vafra til að eyða kökum. Fyrir frekari upplýsingar um hvernig þú afvirkjar kökur í vafranum skaltu fara á www.allaboutcookies.org.

Ef þú notar tölvu með öðrum, gæti það haft áhrif á alla sem nota tölvuna ef þú samþykkir eða hafnar notkun á kökum.

Þar sem kaka kemur frá þriðja aðila getur verið að þú getir notað verkfæri þessa þriðja aðila til að loka á kökuna.

Önnur tækni

Kökur innan snjalltækjaappa

Við notum aðeins nauðsynlegar kökur í snjalltækjaöppum okkar Kökurnar eru nauðsynlegar til að öppin virki, þannig að ef þú lokar á eða eyðir þeim getur verið að þú getir ekki notað öppin. Kökunum er ekki deilt með nokkrum öðrum öppum á snjalltækinu. Við notum aldrei kökur frá snjalltækjaappinu til að geyma persónuupplýsingar um þig.

Flash-kökur

Flash-kökur gera aðgang þinn að vefsíðum sem nota Flash-tækni hraðari og auðveldari. Ef þeim er eytt þýðir það að þú gætir þurft að setja inn upplýsingar aftur í hvert skipti sem þú heimsækir sömu síðu.

Eyðing á kökum í vafra þínum eyðir ekki Flash-kökum. Hægt er að eyða Flash-kökum með því að fara í stillingar í Adobe Flash Player. Þú ferð þá á vefsíðu Adobe sem telur upp vefsíðurnar sem eru með kökur í vafra þínum. Ýttu bara á „eyða“ við hlið viðkomandi vefsíðu.

Punktarakning og áhorfendapunktar

Síður á vefsíðum okkar og tölvupóstar okkar gætu innihaldið punktamerki (kallast einnig vefvitar, rakningarpunktar, java-merki og tærar gif-myndir) sem leyfa okkur og auglýsendum okkar eða þjónustuveitendum að:

 • Safna tölfræði um vefsíður okkar og tölvupósta (t.d. Fjölda notenda sem hafa heimsótt síðu eða opnað tölvupóst);
 • Safna upplýsingum um samskipti þín við tölvupósta okkar (t.d. hvort þú opnaðir þá eða fylgdir hlekkjum);
 • Sérsníða þjónustu á netinu og markaðssamskipti; og
 • Para saman auglýsingar og notendur.

Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar um kökur og stjórnun á vafrastillingum má finna á http://www.allaboutcookies.org.

Kökuleiðbeiningar Alþjóðlega verslunarráðsins má einnig finna á https://www.cookielaw.org/media/1096/icc_uk_cookiesguide_revnov.pdf

Ef þú notar tölvu með öðrum, mun það hafa áhrif á alla sem nota tölvuna ef þú samþykkir eða hafnar notkun á kökum.

Helstu þriðja aðila þjónustuveitendur

Adobe greiningar

Við notum greiningar Adobe og persónubindingarþjónustu á síðu til að mæla notkun þína á síðunni. Þetta gæti falið í sér upplýsingar eins og hlekkinn sem þú smelltir á til að fara á einhverja vefsíðna okkar, IP-tölu þína, hvernig samskipti þú hefur við auglýsingar okkar.

Fyrir frekari upplýsingar, þ.m.t. upplýsingar um hvernig hægt er að loka á þessar kökur sérstaklega má fá á http://www.adobe.com/privacy/analytics.html

DoubleClick kökur

Þessar kökur, frá netauglýsingaveitu okkar, eru notaðar til að þjóna netauglýsingum okkar á öðrum síðum. Sumar vefsíðna okkar gætu innihaldið rafrænar myndir sem hjálpa okkur að sjá hvernig samskipti notendur eiga við þessar síður. Þær gætu líka séð DoubleClick fyrir upplýsingum um þessi samskipti.

Fyrir frekari upplýsingar skaltu fara á https://www.google.com/policies/technologies/ads/.

Google Analytics

Vefsíður okkar gætu notað Google Analytics, sem er vefgreiningarþjónusta frá Google.

Fyrir frekari upplýsingar, þ.m.t. upplýsingar um hvernig hægt er að loka á þessar kökur sérstaklega má fá á https://support.google.com/analytics/answer/181881?hl=en