Spurningar og svör
Hverju eruð þið að stinga upp á?
Við stingum upp á flutningi þó nokkurra trygginga frá Aviva Life & Pensions UK Limited til Friends First Life Assurance Company Designated Activity Company (dac) þann 29. mars 2019. Þann dag munum við einnig breyta nafni Friends First Life Assurance Company dac yfir í Aviva Life and Pensions Ireland dac og breyta heimilisfangi skráðrar skrifstofu fyrirtækisins í One Park Place, Hatch Street, Dublin 2, Ireland.
Þessar tryggingar voru gefnar út af útibúum Aviva Life & Pensions UK Limited í Írlandi, Frakklandi og Belgíu auk trygginga sem voru markað settar til tryggingataka utan Bretlands.
Finna má frekari upplýsingar um þetta í samantekt áætlunarinnar og áætlunarskjalinu í skjalasafninu
Af hverju er verið að gera þetta?
Við erum að undirbúa væntanlegar breytingar á lögum sem eiga við um Aviva vegna þess að UK er á leiðinni út úr Evrópusambandinu í mars 2019. Fyrirtæki sem staðsett eru í UK, þ.m.t. Aviva Life & Pensions UK Limited, gætu misst réttinn á að stunda viðskipti í EES-ríkjum á sama hátt og þau gera núna. Það þýðir að við getum ef til vill ekki stjórnað tryggingunni á sama hátt. Friends First Life Assurance Company dac er stofnað á Írlandi, sem verður áfram innan Evrópusambandsins og mun geta stjórnað tryggingum þínum þaðan, þótt það verði endurnefnt Aviva Life and Pensions Ireland dac þann 29. mars 2019, eða um það leyti.
Við viljum veita þeim viðskiptavinum okkar sem þessar breytingar gætu haft áhrif á fullvissu.
Hvaða tryggingar verða færðar?
Við fyrirhugum flutning eftirfarandi trygginga:
- Allar tryggingar útgefnar hjá útibúum Aviva Life & Pensions UK Limited á Írlandi, í Frakklandi og í Belgíu; og
- Tilteknar aðrar tryggingar útgefnar hjá Aviva Life & Pensions UK Limited sem voru markaðssettar til tryggingataka utan Bretlands.
Hversu margar tryggingar verða færðar?
Það verða um 440.000 tryggingar fluttar til Friends First Life Assurance Company dac.
Þarf ég að kjósa um yfirfærsluna?
Yfirfærslan er háð samþykki dómstólsins. Hvorki tryggingatakar, hluthafar í Aviva plc né nokkrir aðrir hagsmunaaðilar geta kosið um yfirfærsluna.
Engu að síður, hver sá sem telur að hann geti orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna flutningsins geta hreyft andmælum eða mótmælt við dóminn.
Þýðir þetta að þið séuð að stofna „nýtt fyrirtæki“?
Nei, við erum ekki að gera það. Tryggingarnar sem verða fyrir áhrifum af tillögunni verða fluttar frá Aviva Life & Pensions UK Limited til Friends First Life Assurance Company dac (sem verður þá endurnefnt Aviva Life and Pensions Ireland dac) sem er fyrirtæki sem er nú þegar til og innan Aviva fyrirtækjasamstæðunnar. Frekari upplýsingar um þetta fyrirtæki.
Hvar get ég fengið frekari upplýsingar um þetta nýja fyrirtæki sem tryggingin mín flyst til?
Aviva tilkynnti tillögur sínar um að taka yfir Friends First Life Assurance Company dac í nóvember 2017. Friends First Life Assurance Company dac mun fá nýtt nafn, Aviva Life and Pensions Ireland dac þann 29. mars 2019 eða um það leyti. Hægt er að fá upplýsingar um Friends First Life Assurance Company dac hér.
Af hverju flytjið þið trygginguna mína til Írlands? Af hverju flytjið þið hana ekki til Evrópulandsins sem ég bý í?
Við teljum að það sé skilvirkara að vera með eitt fyrirtæki sem sér um allar evrópskar tryggingar okkar. Þú munt ekki verða vör(var) við nokkrar breytingar á því hvernig tryggingunni þinni er stjórnað né fólkinu sem þú talar við.
Þið fluttuð nýlega Friends Life tryggingu mína til Aviva í Bretlandi. Af hverju fór þessi flutningur ekki fram þá?
Við fluttum Friends Life tryggingu þína til Aviva í Bretlandi í október 2017. Þá höfðum við ekki lagt lokahönd á áætlanir okkar um hvernig við myndum halda utan um evrópskar tryggingar eftir vænta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.
Tengist Friends First Friends Provident International á einhvern hátt?
Nei.
Friends First Life Assurance Company DAC er stofnsett í Írlandi og Aviva tilkynnti um fyrirhugaða yfirtöku þess á fyrirtækinu í nóvember 2017. Friends First mun fá nýtt nafn, Aviva Life and Pensions Ireland dac þann 29. mars 2019 eða um það leyti. Hægt er að fá upplýsingar um Friends First Life Assurance Company dac hér.
Hvar get ég fundið frekari upplýsingar um tillögur ykkar?
Þú getur fundið allar upplýsingar um tillögurnar okkar í skjalasafninu. Þar með talin eru afrit af skjölunum sem við munum láta dómstólinn fá, sem þú getur hlaðið niður. Fyrir hvers konar spurningar um tryggingu þína skaltu hringja í venjulega númerið þitt.
Hvernig verða hagsmunir mínir, sem tryggingataka, verndaðir við yfirfærsluna?
Staðinn verður vörður um hagsmuni þína með ströngu leyfisferli sem felur m.a. í sér:
- Samráð við Prudential Regulation Authority og Financial Conduct Authority (eftirlitsaðilar okkar) og við Central Bank of Ireland;
- Ítarleg endurskoðun óháðs sérfræðings en Prudential Regulation Authority í samráði við Financial Conduct Authority hefur samþykkt tilnefningu hans og mun hann fara yfir áhrifin á tryggingataka; og
- Samþykki dómstóla í Lundúnum fyrir yfirfærslunum.
Dómurinn tekur tillöguna til skoðunar og mun aðeins samþykkja breytingarnar ef hann er sáttur við að þær séu við hæfi í öllum kringumstæðum, þ.m.t. hvort tryggingatakar gætu orðið fyrir neikvæðum áhrifum. Dómstólar munu hafa hliðsjón af skoðunum tryggingataka, sjálfstæða sérfræðingsins, Prudential Regulation Authority og Financial Conduct Authority.
Hver er óháði sérfræðingurinn og hvað gerir hann óháðan?
Tim Roff hefur akademíska stöðu í Institute and Faculty of Actuaries og hefur meira en 30 ára reynslu af líftryggingageiranum. Hann er meðeigandi í trygginga- og áhætturekstri hjá Grant Thornton UK LLP og varð meðeigandi í október 2014. Fyrir var hann í yfirmannsstöðum hjá þó nokkrum fyrirtækjum, m.a. meðeigandi hjá Ernst & Young og KPMG og forsvarsmaður hjá Tillinghast.
Við skipuðum hr. Roff og hann var samþykktur af Prudential Regulation Authority í samráði við Financial Conduct Authority. Hlutverk hans er að skýra dómstólunum frá áhrifum yfirfærslutillögunnar á tryggingataka. Þótt hann þiggi greiðslu fyrir hefur hann engum skyldum að gegna gagnvart okkur og sem meðlimur IFoA ber honum fagleg skylda til að vera algjörlega óháður í störfum sínum.
Hr. Roff byggði skoðun sína á tryggingafræðilegri reynslu sinni og skyldum sínum gagnvart réttinum.
Af hverju segið þið mér frá þessu núna?
Til að passa að þú sért tryggð(ur) verðum við að fylgja föstu ferli áður en flutningur tekur gildi og ferlið er mjög langt. Ferlið felur í sér:
- Að tilkynna þér (sem tryggingataka) um flutninginn;
- Að gera þig meðvitaða(n) um að þú getur mótmælt flutningnum og andmælt fyrir dómnum ef þú telur að þú munir verða fyrir neikvæðum áhrifum af flutningnum;
- Að hafa samráð við eftirlitsaðila okkar í Bretlandi;
- Ítarlega endurskoðun óháðs sérfræðings; og
- Samþykki dómstóls í London
Hvað gerist ef að Bretland ákveður að ganga ekki úr Evrópusambandinu?
Ríkisstjórn Bretlands hefur lýst yfir að hún ætli sér að ganga úr Evrópusambandinu og á þeim grundvelli munum við halda áfram með tillagða yfirfærslu þannig að við erum ekki háð pólitískri niðurstöðu.
Hvað gerist ef Bretland gengur úr Evrópusambandinu en Aviva getur haldið áfram rekstri á sama hátt? Verður tryggingin mín samt flutt?
Ef fyrir liggur samningum um að núverandi tryggingar geti með lögmætum hætti haldið áfram út líftíma sinn, gætum við endurskoðað áætlun okkar. Við látum þig vita ef það gerist.
Ég er ekki tryggingataki, af hverju fæ ég þetta bréf?
Við sendum bréf til allra viðskiptavina að kröfu dómstóla til að upplýsa þá um tillögur okkar og skýra verklagið sem við fylgjum. Skilgreiningin á „viðskiptavini“ nær yfir:
- Tryggingataka, fjárhaldsmenn, framsalshafa, og umboðshafa, trygginga; og
- Kröfuhafa, svo sem launþega undir tryggingu atvinnuveitanda.
Af hverju hafið þið sent mér mörg bréf um sama efni?
Þú gætir fengið fleira en eitt bréf ef þú hefur meira en eina tryggingu eða kröfu hjá okkur. Við leggjum einnig til sérstakan flutning á sumum almennum tryggingum til annars Aviva-fyrirtækis á Írlandi þannig að þú gætir fengið bréf um þetta ef þú ert með tryggingu hjá okkur.
Ég fékk fleiri en eitt bréf með mismunandi símanúmerum. Af hverju?
Við erum með mismunandi viðskiptavinateymi fyrir mismunandi gerðir trygginga. Til að tryggja að þú hafir samband við rétt teymi skaltu nota símanúmerið í hverju bréfi því það á við viðkomandi tryggingu.
Ég fékk ekkert bréf. Hefði ég átt að fá það?
Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að þú hafir ekki fengið bréf.
- Verið getur að trygging þín sé ekki með í tillögunum. Ef þú telur að hún ætti að vera það skaltu hringja okkur í vanalega númerið þitt.
- Verið getur að upplýsingarnar sem við höfum um hvernig við getum haft samband við þig séu úreltar. Ef við vitum að heimilisfangið þitt er ekki lengur rétt getum við ekki sent þér bréf. Ef þú telur að það geti verið skaltu hringja í okkur í þitt númer svo við getum uppfært upplýsingarnar þínar.
Ég valdi að fá ekki markaðsefni/markpóst. Af hverju var ekki farið að þeirri ósk?
Lögum samkvæmt verðum við að hafa samband við þig varðandi tillögurnar þannig að þú hafir tækifæri á að andmæla eða spyrja spurninga.