Spurningar og svör
Hvað þýðir yfirfærslutillagan fyrir mig?
Fyrir utan að tryggingin færist til Friends First Life Assurance Company dac, sem er með skráða skrifstofu á Friends First House, Cherrywood Business Park, Loughlinstown, Dublin 18, Ireland, verður engin breyting á hvernig tryggingin virkar, þó að Friends First Life Assurance Company dac verði endurnefnt Aviva Life and Pensions Ireland DAC þann 29. mars 2019 eða um það leyti.
- Þessi flutningur mun sérstaklega ekki hafa nein áhrif á:
- Hvernig við fjárfestum sjóðinn sem liggur að baki tryggingunni;
- greiðslur sem þú innir af hendi eða færð samkvæmt skilmálum tryggingarinnar;
- hvernig þú setur þig í samband við okkur; eða
- Þjónustustig sem þú færð.
Er tryggingin mín örugg? Missi ég einhverjar bætur?
Óháði sérfræðingurinn er sáttur við að öryggi þitt, réttindi og bætur muni ekki verða fyrir neikvæðum áhrifum af yfirfærslutillögunum.
Mun Financial Services Compensation Scheme (FSCS) áfram eiga við tryggingu mína?
FSCS verndar tryggingar útgefnar af breskum fyrirtækjum. Ef flutningurinn mun eiga sér stað, verður tryggingin þín frá Friends First Life Assurance Company dac sem er fyrirtæki í Írlandi. Ekki er nein sambærileg verndarkerfi í Írlandi þannig að þessi vernd verður ekki lengur til staðar. Engu að síður á þessi vernd aðeins við ef Friends First Life Assurance Company dac fer í greiðsluþrot, og við teljum afar ólíklegt að þú þurfir að kalla á þessa vernd.
Engin sambærileg verndaráætlun fyrir tryggingataka er í gildi á Írlandi fyrir tryggingataka utan Írlands en óháður sérfræðingur segir í skýrslu sinni að Aviva Life & Pensions UK Limited og Friends First Life Assurance Company dac séu mjög fjársterk félög svo hætta á gjaldþroti er lítil. Hann lítur svo á að áframhaldandi stjórnun á tryggingunni sé nauðsynleg og töluvert arðbærari en verndin frá FSCS sem þú munt tapa.
Get ég enn vísað kvörtunum til umboðsmanns fjármála?
Þú enn vísað öllum framtíðar kvörtunum til umboðsmanns fjármálaþjónustu og lífeyrismála í Írlandi.
Þar að auki geturðu samt sem áður vísað til kvartana sem tengjast tengslum Aviva Life & Pensions UK Limited í Bretlandi fyrir fyrirhugaða flutning til fjármálaþjónustu Umboðsaðila í Bretlandi.
Munu yfirfærslutillögurnar breyta skattastöðu tryggingar minnar?
Hlýt ég einhverjar greiðslur vegna yfirfærslunnar?
Nei, þetta er ekki hlutabréfaútgáfa og við erum ekki að losa um auka sjóði þannig að við munum ekki borga neitt út til tryggingataka vegna flutningsins, geta út nein ný hlutabréf til núverandi hluthafa eða setja þau í almenna sölu.
Hef ég rétt á að loka tryggingu minni vegna flutningsins?
Gildandi reglur í landinu sem þú býrð í gætu leyft þér að segja upp tryggingunni vegna flutningsins. Við látum þig vita eftir flutninginn ef það á við.
Af hverju ertu að skrifa mér ef þetta mun ekki hafa áhrif á mig?
Við sendum bréf til viðskiptavina til að upplýsa þá um tillögur okkar og skýra verklagið sem við fylgjum. Þetta er lögbundin krafa vegna yfirfærslutilagnanna. Lestu allar upplýsingarnar sem við höfum sent þér og sem eru einnig tiltækar á vefsíðu okkar.
Hvaða áhrif mun þetta hafa á meðhöndlun á tryggingunni?
- Gerð tryggingarinnar er áfram sú sama og hún verður áfram með sama tryggingarnúmer
- Ef tryggingin inniheldur fjárfestingarsjóð (s.s. Hlutabréf eða skuldabréf) munu þau ekki breytast vegna flutningsins.
- Stjórnun tryggingarinnar mun ekki breytast vegna flutningsins.
- Þú munt ennþá hafa samband við okkur á sama hátt í síma eða skriflega.
- Tryggingafélagið þitt verður Friends First Life Assurance Company dac
- Allir valkostir í tengslum við trygginguna þína eins og möguleikinn á að skipta um fjárfestingasjóð eða auka tryggingaverndina breytast ekki
Munu greiðslurnar mínar breytast?
Greiðslur frá eða til okkur munu ekki breytast vegna tillagna okkar svo þú þarft ekki að gera neitt. Flutningurinn mun ekki hafa áhrif á sjálfvirkar skuldfærslur þó að nafnið sem birtist á bankayfirlitinu sé aðeins öðruvísi en í dag.
Hvern get ég haft samband við ef ég hef áhyggjur af tryggingunni minni eða vil ræða við einhvern?
Hafir þú einhverjar aðrar spurningar um trygginguna þína skaltu hringja í venjulega númerið þitt eða númerið sem er á bréfinu eða hafðu samband við ráðgjafa þinn.
Hver mun sjá um ársgreiðsluna til mín ef ég hef valið hana?
Það getur verið að tryggingin þín bjóði upp á bótagreiðslur í framtíðinni (eins og ársgreiðslur). Ef flutningurinn fer í gegn koma þær frá Friends First Life Assurance Company dac.
Mun yfirfærslutillagan hafa áhrif á tryggingu mína í hagnaðarskyni?
Sem hluti af flutningnum, munum við gera smábreytingar á nafni sjóðsins í hagnaðarskyni og hvernig við stjórnum honum
Á ég von á betri ávöxtun á tryggingu minni í hagnaðarskyni?
Tillagður flutningur mun ekki hafa nein bein áhrif á arðsemi fjárfestingar þinnar eða bónusa í hagnaðarskyni. Þeir munu áfram ráðast af því hvernig markaðurinn stendur sig og fjárfestingaráætlun sjóðsins sem þú valdir.
Held ég áfram að fá sérstaka bónusinn minn?
Flutningurinn mun ekki breyta tíðni eða tímasetningu hverskonar bónusa eða sérstakra bónusgreiðslna sem gerðar eru fyrir tryggingar í hagnaðarskyni.
Ég er með kröfu í ferli. Munu yfirfærslutillögurnar hafa áhrif á hana?
Nei. Alls ekki. Ef tillagður flutningur verðu samþykktur af dómnum gætum við borgað kröfu þína frá Friends First Life Assurance Company dac.
Fæ ég hlutavæðingarbónus (e. demutualisation) vegna yfirfærslunnar?
Ekki er um að ræða breytingu yfir í einkafyrirtæki svo að ekki er um að ræða neinn bónus eða kosningaferli.
Verður greidd hvalrekagreiðsla?
Nei. Hugtakið er venjulega notað þegar tryggingafyrirtæki eða byggingarfélag er sett á hlutabréfamarkað og býður núverandi hluthöfum sínum upp á að kaupa hlutabréf.
Aðrir hafa hagsmuni af tryggingunni minni. Þarf ég að gera eitthvað?
Ef einhver annar á hagsmuna að gæta í tryggingunni skaltu tryggja að viðkomandi hafi einnig haft möguleika á að lesa upplýsingarnar sem við sendum þér.
Eru persónuupplýsingar mínar öruggar?
Ef flutningurinn fer í gegn verður Friends First Life Assurance Company dac ábyrgðaraðili gagna fyrir persónuupplýsingar þeirra trygginga sem fluttar eru. Friends First Life Assurance Company dac hefur sömu skyldu til að virða trúnaðar- og persónuupplýsingar eins og við höfðum fyrir flutninginn. Friends First Life Assurance Company dac fellur undir almennu persónuverndarreglugerðina þegar kemur að réttindum þess og skyldum í tengslum við gagnavernd.
Ég vil ræða þetta við ráðgjafa. Hvað ætti ég að gera?
Hafir þú ekki ráðgjafa til að ræða þetta við, skaltu hafa samband við eftirlitsaðila á staðnum fyrir ráðleggingar við að finna hæfan ráðgjafa.
Munuð þið greiða kostnað við sjálfstæða ráðgjöf ef ég óska eftir henni?
Við getum ekki greitt kostnað við persónulega lögfræði- eða fjármálaráðgjöf.