Áður en við framkvæmum yfirfærslutillögurnar þurfum við að fylgja ákveðnu leyfisferli. Það felur í sér:
Náið samráð við Financial Conduct Authority, Prudential Regulation Authority og Central Bank of Ireland;
Tilnefningu á óháðum sérfræðingi, sem Prudential Regulation Authority hefur samþykkt í samráði við Financial Conduct Authority, sem fer yfir hagsmuni tryggingataka. Sérfræðingurinn gerir skýrslu fyrir dómstólinn um tillögurnar okkar. Lestu samantekt á skýrslu hans og skýrsluna í heild;
Samþykki stjórna Aviva Life & Pensions UK Limited og Friends First Life Assurance Company dac; og
Loka samþykki dómstóls við dómþing í London. Á dómþinginu munu dómstóllinn hafa hliðsjón af skýrslum óháða sérfræðingsins, eftirlitsaðilanna Prudential Regulation Authority, Financial Conduct Authority og andmælum tryggingataka eða annarra hagsmunaaðila.
Af hverju er dómhald?
Flutningsferlið fyrir tryggingafyrirtæki í Bretlandi fellur undir kafla VII í lögum um fjármagnsþjónustu frá 2000, þar sem kveðið er á um að dómstóll verði að samþykkja flutninginn.
Af hverju er dómhaldið í London?
Þar sem tryggingin þín er hjá Aviva Life & Pensions UK Limited (fyrirtæki sem er skráð í Englandi), verður dómhaldið í London.
Er málsmeðferðin og þinghaldið annað fyrir tryggingataka utan Bretlands?
Úrskurður breska dómstólsins gildir um tryggingataka utan Bretlands. Prudential Regulation Authority mun tilkynna sambærilegum eftirlitsaðilum á Evrópska efnahagssvæðinu um niðurstöðuna en það er hluti af eftirlitsskyldum þess.
Hvernig kemst ég að því hvort dómstóllinn hafi samþykkt yfirfærslutillöguna?
Við munum birta niðurstöðu dómhaldsins á þessari vefsíðu. Við munum einnig birta hverskonar tilkynningar um flutninginn í eftirfarandi útgáfum;
Alþjóðlegu útgáfunni af Financial Times
Evrópskum dagblöðum eins og krafist er af viðkomandi eftirlitsaðilum.
Hvað gerist ef dómstóllinn samþykkir ekki yfirfærslutillöguna?
Við myndum leggja mat á ástæðurnar sem dómstóllinn gefur fyrir að samþykkja ekki flutninginn og búa til nýja áætlun. Við myndum láta þig vita um leið og hægt er um hverskonar nýjar tillögur og hvaða áhrif þær gætu haft á þig.